Fjármálastjórnun Hópur Lc Bernhard Þór Bernhardsson Eyrún Guðjóns Ottó Valur Ólafsson Jónína I. Samúelsdóttir
Yüklə 13.34 Kb.
tarix26.04.2016
ölçüsü13.34 Kb.

Fjármálastjórnun Hópur Lc

Bernhard Þór Bernhardsson Eyrún Guðjóns

Ottó Valur Ólafsson Jónína I.SamúelsdóttirHugtakið skilvirkni markaða er undirristaða allra kenninga sem notaðar eru í fjármálafræðunum og hagfræði og yfirleitt er gengið út frá því að markaðirnir séu skilvirkir. Skilvirkur markaður er það þegar allir fjárfestar hafa saman aðgang að upplýsingum, og allar nýjar upplýsingar koma fram um leið í verði bréfa á markaðinum og allan tímann er hægt að kaupa og selja. Á skilvirkum markaði eru öll hlutabréf rétt verðmetin, og verðlögð í sambandi við áhættu fjárfestingarinnar. Verðið ætti að vera það sama á sömu bréfum á sitt hvorum markaðinum. Skilvirkni felst einnig í því að búið er að taka tillit til allra upplýsinga enda eiga upplýsingar að endurspeglast strax í verði hlutabréfa. Varðandi viðbrögð markaðarins þá ætti breytingin aðeins að eiga sér stað þegar nýjar upplýsingar koma fram og svo haldast þannig áfram. Ef skilvirkni er ekki til staðar þá svarar markaðurinn ekki strax, eða þá að áhrifin vara of lengi sem koma þá t.d fram með miklu flökti á virði bréfanna í einhvern tíma. Ef það kemur að t.d frétt um útborgun arðs eða slæma afkomu félags þá ættui hlutabréfin, samkvæmt kenningunni um skilvirkni markaðarins, að falla samstundis í verði en sé hann ekki skilvirkur ætti markaðurinn að bregðast mjög mikið við eða svara alltof seint og/eða með miklu flökti og óstöðugleika. .Yfirleitt eru þó einhverjar hreyfingar á markaðinum þannig að eitthvert flökt á virði bréfanna má teljast eðlilegt svo lengi sem það ersé innan ákveðinna marka, enda er alltaf eitthvað nýtt í fréttum er tengist efnahagsmálum og öðru. Skilvirkur hlutabréfamarkaður þarf að uppfylla nokkur skilyrði en þau eru að nauðsynlegt er að markaðurinn bregðist hratt við nýjum upplýsingum,. Vviðbrögðin þurfa að vera í takt við upplýsingagildi fréttarinnar/tilkynningarinnar,. Mmarkaðurinn ætti aðeins að sýna viðbrögð við markverðum upplýsingum eða fréttum sem eru nýjar og óbirtar. Erfitt getur því verið að dæma hvort að markaðurinn sé að bregðast skynsamlega við eðaog hvort aðeins sé um markverðar upplýsingar að ræða. Skilvirkni markaðarins er skipt í 3 stig sem eru eftirfarandi:

Lítil skilvirkni: þÞá endurspeglar verð hlutabréfanna upplýsingar um fyrra verð og þau viðskipti sem það verð hafði mótast af. Ekki er hægt að hagnast á því að reyna að nýta verðþróun bréfanna í fortíðinni til þess að spá fram í tímann, þ.e að finna út munstur, sér í lagi þar sem um litla skilvirkni er að ræða

Milli skilvirkni: þÞá endurspeglar verð bréfanna allar upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar. Sem dæmi um slíkt er þegar opinberar upplýsingar eru birtar að þá breytist gengi bréfanna um leið. Fyrstu viðskipti ættu því að fara fram á verði sem endurspegla þessar nýju upplýsingar og seljendur svara strax með því að breyta verðinu í samræmi við nýju upplýsingarnar

Mikil skilvirkni: þÞá endurspeglar verð hlutabréfanna allar þær upplýsingar sem liggja fyrir hvort sem þær hafai verið gerðar opinberar eður ei, þar með taldar svokallaðar innherjaupplýsingar. Allir aðilar eiga því að hafa aðgang að sömu upplýsingumar, þ.e að það ætti ekki að vera hægt að græða á því að vera innherji í fyrirtæki á markaði.

Margir telja að kenningin um mikla skilvirkni haldist ekki á mörkuðum., sSem dæmi um slíkt er það að markaðir byrja oft að bregðast við upplýsingum áður en þær eru gerðar opinberar.Að okkar mati er íslenskur markaður nokkuð skilvirkur, þrátt fyrir það að ef stærð markaðarins er borin saman við fræðin þá ætti íslenskur markaður að vera óískilvirkur vegna smæðar sinnar, en miðað við rannsóknir þá hefur það sýnt sig að íslenskur markaður er skilvirkur. Í grein í Mmorgunblaðinu í júlí 2003 kemur fram að miðað við uppgjör þriggja stórra fyrirtækjai megi álykta að skilvirkni sé á markaðinum enda endurspeglist skilvirknin í mati á virði bréfanna. Þó ber að nefna að margir vilja meina að þegar um minni fyrirtæki er að ræða eða þar sem meirihluti hlutabréfanna er í eigu fyrirtækisins sjálfs sé um mun minni skilvirkni að ræða. En með stærri fyrirtæki sem hafa marga hluthafa virðist vera að virði þeirra sé rétt og skilvirkni sé á markaðinum enda er reynslan sú að virði þeirra bréfa breytast um leið og nýjar upplýsingar liggja fyrir. Segja má að því stærri hópur sem átt getur viðskipti, því skilvirkari ætti markaðurinn að vera. Mikið hefur verið rætt um svokallaðar innherjaupplýsingar á íslenskum markaði og hvernig skuli farið með þær, þ.e hvenær þær teljist vera notaðar á löglegan hátt og hvenær sé um ólögleg innherjaviðskipti að ræða. Ef innherja upplýsingar eru komnar inn í verðið er skilvirknin orðin mjög sterk séu þær á allra vitorði. Not á innherjaupplýsingum teljast vera ólöglegar þegar þær eru notaðar þannig að hagnaður hljótist af. Allar upplýsingar sem haft geta áhrif á verð bréfanna er skylt að gera opinberar þannig að allir hafi jafnan aðgang að þeim upplýsingum. Þess má geta að þó svo að allir hafi jafnan aðgang að upplýsingum þá er ekki þar með sagt að allir nýti sér þær á sama hátt enda eru greinendur misjafnlega góðir að sjá fyrir breytingu á virði bréfanna. Miðað við þann fjölda og stærð fyrirtækja sem eru á íslenskum markaði þá er íslenskur markaður meðal skilvirkur, virði á stærri fyrirtækjum sýna þó meiri skilvirkni en þau minni.

Heimildir

  • Corporate Finance, 7. útgáfa. New York. Ross, Westerfield & Jaffe 2005. New York, Irwin/McGraw-Hill.

  • http://www.sedlabanki.is/uploads/files/FJMT_10-29_net.pdf, Fjármálatíðindi 50. árgangur síðara hefti 2003, bls. 10-29

  • Morgunblaðið 31. júlí, 2003 – Netið, grein Viðbrögð markaðarins Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2003, Er samband á milli daga, mánaða, hátíða og ávöxtunar á íslenskum hlutabréfamarkaði? Stefán B. Gunnlaugsson.


Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©azrefs.org 2016
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə